Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. september 2022 10:40
Aksentije Milisic
Mudryk gæti ekki sagt nei við Arsenal - Napoli hafði aldrei áhuga á Ronaldo
Powerade
Mudryk.
Mudryk.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Áfram hjá Börsungum.
Áfram hjá Börsungum.
Mynd: Getty Images

Mac Allister, Grimaldo, Mudryk, Gvardiol, Dalot og fleiri eru í slúðurpakka dagsins.

BBC tók allt það helsta saman á þessum laugardegi.
_________________________________


Emmanuel Petit, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur sagt sínu gamla félagi að kaupa hinn argentínska Alexis Mac Allister (23), þegar félagskiptaglugginn opnar aftur í janúar. (Mirror)

Graham Potter, nýr stjóri Chelsea, vill fá varnarmanninn Josko Gvardiol (20) frá RB Leipzig sem sín fyrstu kaup. (Express)

Newcastle hefur samþykkt það að fá fyrrverandi markvörð Liverpool til liðsins, hann Loris Karius (29). Þjóðverjinn er án félags eftir að samningur hans hjá Liverpool rann út í sumar. (Football Insider)

Newcastle ætlar í bardaga við Arsenal um spænska bakvörðinn Grimaldo (26) en leikmaðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Benfica. (Mirror)

Þá hefur Newcastle áhuga á ungum miðjumanni hjá Vasco de Gama, Andrey Santos (18). (iNews)

Úkraínski vængmaðurinn Mykhaylo Mudryk (21), segir að hann gæti ekki sagt nei við Arsenal ef félagið mun reyna kaupa hann frá Shakhtar Donetsk. (Sun)

Napoli hafði aldrei alvöru áhuga á að fá Cristiano Ronaldo (37) frá Manchester United í sumar. Svo segir yfirmaður fótboltamála hjá Napoli. (Mirror)

Hinn 23 ára gamli Diogo Dalot segir að hann hafi afþakkað boð að fara til AC Milan af því hann vildi berjast fyrir sæti sínu hjá Rauðu Djöflunum. (Metro)

Hinn þrítugi Santiago Arias, er klár í að ganga í raðir Man Utd en þessi hægri bakvörður yfirgaf Atletico Madrid í sumar þegar samningur hans rann út. (Mirror)

Sebastian Kehl, formaður Dortmund, segir að hann var sáttur með að selja Erling Haaland til Manchester City í sumar. Hann segir að Norðmaðurinn hafi verið erfiður að eiga við undir restina. (Sport Bild)

Jordi Alda, 33 ára vinstri bakvörður Barcelona, segir að hann sé einbeittur á að spila fyrir félagið en hann var orðaður við Inter Milan í sumar. (Marca)

Sandro Tonali, 22 ára miðjumaður AC Milan, hefur krotað undir nýjan samning við meistarana en hann gildir til ársins 2027. Ítalinn var orðaður við Arsenal í sumar. (Fabrizio Romano)

Tom Rogic, fyrrverandi leikmaður Celtic, er í viðræðum við WBA. Þessi 29 ára gamli leikmaður er án félags. (Telegraph)

Hollenski miðjumaðurinn Leandro Bacuna (31) er að æfa með Birmingham þessa daganna. Hann hefur áður spilað fyrir Cardiff City og WBA. (Wales Online)


Athugasemdir
banner
banner
banner