Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 10. september 2024 22:32
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir: Alltof vanir að tapa leikjum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson svaraði spurningum eftir 0-2 tap Írlands gegn Grikklandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Heimir talaði meðal annars um að það sé slæmur ávani hjá írska landsliðinu að tapa fótboltaleikjum. Hans helsta áskorun við stjórnvölinn verði að breyta þessum ávana.

„Það er ávani að sigra fótboltaleiki en því miður þá er það líka ávani að tapa þeim. Maður finnur að liðinu vantar sjálfstraust. Þeir þurftu bara hálffæri til að komast yfir og skoruðu með fyrsta marktækifærinu sínu í leiknum. Það eru lið með lítið sjálfstraust sem fá svona mörk á sig," sagði Heimir.

„Þeir voru eins og snákur, um leið og við gáfum færi á okkur þá bitu þeir."

Heimir var einnig ósáttur með annað markið sem tryggði 0-2 sigur Grikkja í síðari hálfleik.

„Við hefðum getað stöðvað þetta mark á þremur eða fjórum mismunandi tímasetningum en gerðum ekki. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt starf hérna en ég sé bætingu á milli leikja sem er mikilvægt. Við litum mjög vel út á köflum, bæði með og án boltans. Við þurfum meiri tíma saman."


Athugasemdir
banner
banner
banner