Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   þri 10. september 2024 22:21
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Heimi strax vera undir pressu eftir tap gegn Grikkjum
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson hefur ekki farið nægilega vel af stað í nýju starfi sem landsliðsþjálfari Írlands og eru einhverjir fjölmiðlar þar í landi sem segja hann nú þegar vera undir pressu.

The Sun á Írlandi segir að það sé ekki annað hægt en að hugsa um hversu langur tími þarf að líða þar til gólfið undir fótum Heimis, sem kemur frá eldfjallalandinu Íslandi, verði að 'fljótandi hrauni'.

Heimir byrjaði stjóratíð sína á 0-2 tapi gegn nágrönnunum frá Englandi en við því mátti búast. Það var svo í kvöld sem Írar tóku á móti Grikkjum í mikilvægum slag en tókst ekki að hrífa.

Þegar leikmenn Írlands komu sér í góðar stöður og fengu tækifæri virtist vanta í þá sjálfstraustið til að klára færin sín.

Lokatölur urðu 0-2 fyrir Grikklandi og þurfa Írar að snúa slæmu gengi við til að falla ekki niður í C-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner