Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Uppbótartíminn - Lygilegt hjá Ljónynjum, Blikar í toppmálum og fallbaráttan harðnar
Lokakaflinn nálgast í neðri deildum
Enski boltinn - Chelsea eina liðið með allt galleríið
Tveggja Turna Tal - Jónas Grani Garðarsson
Leiðin úr Lengjunni: Völsungur með stórsigur á mærudögum og HK færist nær toppnum
Útvarpsþátturinn - Niko, glugginn opinn og umdeilt VAR
Enski boltinn - Staðan tekin þegar stutt er í veisluna
Grasrótin - 13. Umferð, "Þrotur" Vogum sofna í gasmengun
Leiðin úr Lengjunni: Amin Cosic kveður með stæl og deildin tekur á sig mynd
Turnar Segja Sögur: Dómari, skipting
Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Útvarpsþátturinn - Bent nálgast og fyrstur í sjö gul svarar fyrir sig
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir reif í gikkinn og það er víst hægt að vinna ÍR
Grasrótin - 12. Umferð, Hellaðir Haukamenn og klikkaðir KÁ menn
Uppbótartíminn - Lífið heldur áfram
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
Turnar segja sögur: The Crazy Gang
Betkastið: Leikmenn neðri deilda mæta í sett
Útvarpsþátturinn - Úrvalslið Lengjudeildar og vonbrigði Íslands
Grasrótin - 11. Umferð, Fyrri umferðin gerð upp. Bestir, verstir og fleira
   lau 10. október 2015 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Upptaka - Árni Vill á línunni: Fá sér skot í morgunmat
Icelandair
Árni Vilhjálmsson var leikmaður Breiðabliks áður en hann hélt út til Noregs þar sem hann leikur nú með Lilleström.
Árni Vilhjálmsson var leikmaður Breiðabliks áður en hann hélt út til Noregs þar sem hann leikur nú með Lilleström.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson kom af bekknum og gerði sigurmark íslenska landsliðsins gegn því úkraínska í undankeppni EM U21 árs landsliða.

Íslenska U21 árs landsliðið er með tíu stig eftir fjóra leiki og mætast helstu keppinautar landsliðsins í undanriðlinum, Skotar og Frakkar, í hörkuleik í dag.

Útvarpsþáttur Fótbolta.net er í gangi á X-inu FM 97,7 og setti sig í samband við Árna sem er með landsliðshópnum í Skotlandi þar sem landsliðin mætast á þriðjudaginn.

„Stemningin í Skotlandi er góð, hún er alltaf góð þegar við strákarnir hittumst í þessum landsliðsferðum," sagði Árni í útvarpsviðtalinu sem má hlusta á hér fyrir ofan.

„Úkraína er ekkert ósvipuð kannski Rússlandi og svona, dálítið kalt. Ætli það hafi ekki verið fjögur eða fimmþúsund manns á vellinum og flott stemning hjá þeim. Þeir voru með sína hooligana þarna og menn voru komnir úr að ofan eftir fimm mínútur. Þeir fundu líklega ekki fyrir kuldanum, þeir eru vanir þessu þarna. Þeir fá sér skot í morgunmat og málið er dautt held ég.

„Við vorum kannski smá heppnir að þeir skoruðu ekki. Freddi í markinu hélt okkur gangandi á tímabili. Hann var hrikalega góður og var maður leiksins. Okkar leikur snýst náttúrulega bara um varnarleik, við sinntum því og náðum að skora eitt mark og klára leikinn. Heppni eða ekki, þetta var upplagið í leiknum og það gekk."


Árni talaði um ýmsa aðra hluti í útvarpsviðtalinu þar sem hann kafaði dýpra ofan í lífið með landsliðinu og herbergisfélaganum Krulla gull og meiðslin sem hann er búinn að ganga í gegnum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner