Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid vill losa sig við fimm leikmenn
Real Madrid ætlar að selja Rodrygo
Real Madrid ætlar að selja Rodrygo
Mynd: EPA
Madrídingar eru að reyna rifta samningi Alaba
Madrídingar eru að reyna rifta samningi Alaba
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Madrid ætlar að reyna losa sig við fimm leikmenn áður en sumarglugginn lokar í byrjun september en það er AS sem greinir frá.

Miðillinn hefur nefnt þá fimm leikmenn sem Madrídingar ætla að koma frá félaginu en það eru þeir Endrick, Rodrygo, Dani Ceballos, David Alaba og Ferland Mendy.

Endrick er 18 ára gamall og sem stendur á meiðslalistanum, en það kemur aðeins til greina að lána hann út og virðist Xabi Alonso, þjálfari liðsins, ætla að gefa stjörnu HM félagsliða, Gonzalo García, tækifærið á nýju tímabili.

Félagið hefur þá verið í viðræðum við austurríska varnarmanninn David Alaba um riftun á samningi en miðvörðinn reyndi neitar hins vegar að rifta og vill hann heldur klára samning sinn sem rennur út á næsta ári. Madrídingar munu halda áfram að reyna að koma honum út um hurðina áður en tímabilið fer af stað.

Brasilíski vængmaðurinn Rodrygo verður seldur þó hann eigi eftir að ræða við Alonso um framtíðina. Arsenal og Liverpool hafa sýnt honum áhuga en verðmiðinn er nokkuð hár fyrir þennan 24 ára gamla leikmann. Real Madrid vill að minnsta kosti 100 milljónir evra.

Miðjumaðurinn Dani Ceballos, sem er uppalinn hjá félaginu, má fara og sama á við um franska vinstri bakvörðinn Ferland Mendy sem hefur verið á mála hjá félaginu frá 2019.

Real Madrid er reiðubúið að selja hinn þrítuga Mendy á 14 milljónir evra á meðan það vill 20 milljónir fyrir Ceballos.
Athugasemdir
banner
banner
banner