Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Auðvelt fyrir Vestra og Dalvík/Reyni
Kvenaboltinn
Mynd: Vestri
Mynd: Davíð Þór Friðjónsson
Vestri og Dalvík/Reynir rúlluðu yfir andstæðinga sína í 2. deild kvenna í gær.

Vestri skoraði fimm mörk gegn Einherja á Vopnafirði þar sem Alyssa Yana Daily gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Andrea Martinez Monteagudo gerði hin tvö mörkin í 5-0 sigri.

Í Dalvík skoraði Hafrún Mist Guðmundsdóttir fyrstu tvö mörkin áður en Hafdís Nína Elmarsdóttir og Aníta Ingvarsdóttir innsigluðu 4-0 sigur gegn Smára.

Vestri og Dalvík/Reynir eru í 5.-6. sæti deildarinnar og eiga enn möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.

Smári og Einherji verma tvö neðstu sæti deildarinnar. Smári situr stigalaus á botninum en Einherji er með átta stig.

Einherji 0 - 5 Vestri
0-1 Alyssa Yana Daily ('6 )
0-2 Andrea Martinez Monteagudo ('17 )
0-3 Alyssa Yana Daily ('42 )
0-4 Alyssa Yana Daily ('55 )
0-5 Andrea Martinez Monteagudo ('63 )

Dalvík/Reynir 4 - 0 Smári
1-0 Hafrún Mist Guðmundsdóttir ('37 )
2-0 Hafrún Mist Guðmundsdóttir ('47 )
3-0 Hafdís Nína Elmarsdóttir ('76 )
4-0 Aníta Ingvarsdóttir ('90 )
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 11 11 0 0 46 - 7 +39 33
2.    ÍH 10 8 1 1 53 - 14 +39 25
3.    Völsungur 10 7 0 3 40 - 19 +21 21
4.    Fjölnir 10 6 2 2 26 - 17 +9 20
5.    Vestri 11 5 1 5 24 - 28 -4 16
6.    Dalvík/Reynir 11 4 2 5 25 - 21 +4 14
7.    Álftanes 10 4 1 5 24 - 25 -1 13
8.    Sindri 11 3 3 5 20 - 23 -3 12
9.    KÞ 10 3 2 5 15 - 30 -15 11
10.    ÍR 10 2 2 6 16 - 26 -10 8
11.    Einherji 11 2 2 7 16 - 38 -22 8
12.    Smári 11 0 0 11 1 - 58 -57 0
Athugasemdir
banner