Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   sun 27. júlí 2025 22:44
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 3-1 tap gegn Val í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

„Við vorum ekki með grunnatriði leiksins á hreinu, og þeir ganga á lagið og skora mark. Svo náum við að jafna okkur og spiluðum vel út hálfleikinn, og áttum góða möguleika. Í byrjun seinni hálfleiks áttum við líka góða möguleika, en við héldum áfram allan leikinn. Vandræðin hjá okkur í þessum leik var að jafnvægið fyrir aftan boltann var svo lélegt, að það var bara átakanlegt að fylgjast með þessu. Tvö mörk sem við fengum á okkur í gegnum skyndisóknir. Við vorum alltaf bara að horfa á leikinn, ekki mættir á staðinn okkar. Valur er besta skyndisóknar lið á Íslandi í dag, og þeir refsuðu okkur. Svo var Frederik (Schram) frábær, ein af ástæðum fyrir því að Valur er á toppnum er að þeir eru með besta markmanninn og besta framherjann," sagði Heimir.

FH-ingar fengu fullt af færum en nýttu þau ekki nógu vel. Þar var að verki samspil milli lélegra færanýtingu og Frederik Schram að standa sig frábærlega í markinu.

„Auðvitað er maður alltaf svekktur að nýta ekki færin sín, en ég held samt að sumar af þessum vörslum sér maður ekkert oft í íslensku deildinni. Þannig að við verðum að bera virðingu fyrir því. Auðvitað er það líka þannig, eins og Björn Daníel fær dauðafæri í lok fyrri hálfleiks og skýtur beint á hann. Þannig auðvitað þurfum við að nýta þetta betur," sagði Heimir.

Ahmad Faqa er á láni hjá FH en lánssamningur hans rennur út 31. júlí. FH ætlar sér að reyna að halda leikmanninum lengur.

„Mér skylst að þetta klárist á morgun, og aðm hann verður á láni út tímabilið. Hann hefur staðið sig mjög vel hjá okkur. Svo fer Úlfur, ég hugsa að Ahmad verður kláraður og sá hópur hann klárar þetta mót," sagði Heimir.

FH fékk tvær vikur í undirbúning fyrir þennan leik þar sem það þurfti að hliðra til leikjum vegna Evrópu. Heimir er ekki sáttur með hvernig er farið að þessu.

„Auðvitað vilt þú alltaf spila, það er júlí og það er frábært veður. Ég tel það alltaf vera ókost að þurfa að bíða í tvær vikur eftir einum leik. Svo ertu með Íslandsmótið, uppsetninguna á því, þetta er bara orðið eitthvað vor og haust mót. Það er ekkert spilað á sumrin fyrir liðin sem eru ekki í Evrópukeppni. Ég held við höfum spilað sex leiki í júní og júlí. Þegar grasið er grænt og allt á að vera á fullu. Svo byrjum við að spila eitthvað í haust. Ég held það þurfi að fara skoða uppsetninguna á þessu móti. Það virðist vera þannig að það er hægt í öllum deildum að það er allt í lagi eins og í Noregi. Bodö/Glimt eru einhverjum leikjum á eftir, þá verður það bara þannig að liðin sem eru ekki í Evrópukeppni spili, og verði þá bara með fleiri leiki heldur en liðin sem eru í Evrópukeppni. Það þarf að halda einhverjum dampi í þessu. Þetta er bara orðið þannig bæði í ár og í sumar að maður er bara kominn í sumarfrí, ég hef bara aldrei lent í þessu áður," sagði Heimir.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner