Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   sun 27. júlí 2025 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mjög erfiður leikur, eins og við bjuggumst við," sagði Srdja Tufegdzic þjálfari Vals eftir 3-1 sigur gegn FH.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

„Það er alltaf erfitt að spila við FH, alltaf erfitt að spila á móti liðum sem Heimir Guðjónsson þjálfar. Margt sem hefur líka áhrif, við þurfum að skipta Sigga (Sigurður Egill Lárusson) af velli á sjöundu mínutu, smá breytingar þar. Mikið af stoppum, höfuðhögg hjá Hólmari og hann dettur eitthvað út. Þannig það var rosalega erfitt í fyrri hálfleik að ná upp einhverjum strúktúr. Við fáum nokkrar mínútur þar sem við erum að spila 10 á móti 11, og þurfum að komast í gegnum það. Við skorum gott mark í byrjun leiks, og annað markið hjálpar okkur gríðarlega mikið til þess að fá smá ró eftir að FH var að þrýsta á okkur. Frederik Schram var frábær í að hjálpa okkur í gegnum erfiða kafla þar sem FH voru að vaða í færum. Á endanum bara gríðarlega mikilvæg þrjú stig fyrir okkur," sagði Túfa.

Eins og Túfa segir meiðist Sigurður Egill snemma leiks og þarf að fara af velli á börum.

„Hann fór ekki með sjúkrabíl. Hann er í klefanum, fékk sterkt högg í rfibeinin. Hann er að jafna sig þannig við bara vonum að þetta sé bara högg, og að Siggi er það sterkur karakter að hann hristir þetta bara af sér," sagði Túfa.

Patrick Pedersen jafnaði markametið með fyrsta marki leiksins. Hann hefur þá skorað 131 mark í efstu deild, jafn mikið og Tryggvi Guðmundsson.

„Ég er gríðarlega stoltur af Patrick og þetta met sem hann er að jafna í dag. Það eru svo fullt af leikjum eftir fyrir hann til að setja met sem ég held að verði mjög erfitt að slá aftur. Þannig ég er bara mjög ánægður fyrir hans hönd, og vonandi að hann haldi áfram á sömu braut," sagði Túfa.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner