Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   lau 26. júlí 2025 18:01
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Selfoss
Bjarni Jóhannsson þjálfari Selfoss svaraði spurningum eftir fjögurra marka tap á Húsavík í Lengjudeildinni í dag.

Selfyssingar eru aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið sem stendur, með 13 stig eftir 14 umferðir.

„Við byrjuðum ágætlega og héldum boltanum vel en áttum svo tvær arfaslakar sendingar sem sköpuðu þessi mörk fyrir þá. Annað var það nú ekki í fyrri hálfleik og síðan fór allt á versta veg í seinni hálfleik," sagði Bjarni Jó.

„Við misstum hafsentinn okkar útaf í smá meiðsli í hálfleik og fengum svo annað gula spjaldið á hægri bakvörðinn okkar. Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt og þetta var einhvern veginn bara vondur dagur fyrir okkur. Við vorum bæði sjálfum okkur verstir og ýmsir dómar féllu okkur ekki í hag í þessum leik.

„Mér fannst þetta mjög soft að reka hann útaf sérstaklega þegar búið var að marg, marg, margbrjóta á okkar manni. Hann kannski missti höndina í hálsinn á honum eða eitthvað álíka í þessu klafsi. Mér fannst dómarnir ekki falla með okkur."


Bjarni er spenntur fyrir baráttunni sem er framundan á Selfossi og talaði um að hver einasti leikur gegn liðum í neðri hluta deildarinnar sé úrslitaleikur.

Selfoss tekur á móti toppliði ÍR í næstu umferð.
Athugasemdir