Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   lau 26. júlí 2025 18:01
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Selfoss
Bjarni Jóhannsson þjálfari Selfoss svaraði spurningum eftir fjögurra marka tap á Húsavík í Lengjudeildinni í dag.

Selfyssingar eru aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið sem stendur, með 13 stig eftir 14 umferðir.

„Við byrjuðum ágætlega og héldum boltanum vel en áttum svo tvær arfaslakar sendingar sem sköpuðu þessi mörk fyrir þá. Annað var það nú ekki í fyrri hálfleik og síðan fór allt á versta veg í seinni hálfleik," sagði Bjarni Jó.

„Við misstum hafsentinn okkar útaf í smá meiðsli í hálfleik og fengum svo annað gula spjaldið á hægri bakvörðinn okkar. Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt og þetta var einhvern veginn bara vondur dagur fyrir okkur. Við vorum bæði sjálfum okkur verstir og ýmsir dómar féllu okkur ekki í hag í þessum leik.

„Mér fannst þetta mjög soft að reka hann útaf sérstaklega þegar búið var að marg, marg, margbrjóta á okkar manni. Hann kannski missti höndina í hálsinn á honum eða eitthvað álíka í þessu klafsi. Mér fannst dómarnir ekki falla með okkur."


Bjarni er spenntur fyrir baráttunni sem er framundan á Selfossi og talaði um að hver einasti leikur gegn liðum í neðri hluta deildarinnar sé úrslitaleikur.

Selfoss tekur á móti toppliði ÍR í næstu umferð.
Athugasemdir
banner