Leeds United, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, eru búnir að staðfesta kaup á markverðinum Lucas Perri sem kemur úr röðum Lyon.
Leeds borgar rúmlega 15 milljónir punda til að kaupa Perri, sem er 27 ára gamall og gerir fjögurra ára samning.
Hann er sjöundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Daniel Farke í sumar, eftir Anton Stach, Jaka Bijol, Sean Longstaff, Gabriel Gudmundsson, Sebastiaan bornauw og Lukas Nmecha.
Hjá Leeds mun hann berjast við Illan Meslier um markmannsstöðuna. Perri var aðalmarkvörður Lyon á síðustu leiktíð.
???????? Signed, sealed, delivered! pic.twitter.com/1eCjoYQMiQ
— Leeds United (@LUFC) July 26, 2025
Athugasemdir