Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag sækir leikmann frá Man City (Staðfest)
Mynd: Bayer Leverkusen
Erik ten Hag, stjóri Bayer Leverkusen, hefur sótt hinn afar efnilega Farid Alfa-Ruprecht frá Manchester City fyrir fimm milljónir evra.

Alfa-Ruprecht er 19 ára gamall vængmaður sem er fæddur og uppalinn í Þýskalandi.

Hann hefur spilað með unglingaliðum Manchester City síðustu þrjú ár eftir að hafa áður spilað með Hamburger SV.

Vængmaðurinn á fjölmarga leiki að baki með yngri landsliðum Þýskalands, en hraði og boltameðferð hans eru helstu styrkleikar leikmannsins sem á ættir að rekja til Gana.

Eins og kom fram hér að ofan borgar Leverkusen fimm milljónir evra fyrir Alfa-Ruprecht sem skrifaði undir samning til 2030.


Athugasemdir
banner
banner