Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Unglingalandsliðsmaður í Völsung (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Þór
Pétur Orri Arnarson gerði nýjan tveggja og hálfs árs samning við Þór og var um leið lánaður til Völsungs út tímabilið.

Hjá Völsungi fékk Pétur Orri strax tækifæri í gær þar sem hann var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn í frábærum 4-0 sigri gegn Selfossi.

Pétur er aðeins 18 ára gamall og með 10 leiki að baki fyrir yngri landsliðin. Hann gæti reynst afar öflug viðbót við þetta Völsungslið.

Hann leikur sem miðvörður og gæti hjálpað varnarleik Húsvíkinga sem hefur ekki verið upp á marga fiska. Það eru aðeins tvö lið í deildinni sem hafa fengið fleiri mörk á sig hingað til á deildartímabilinu - Fjölnir og Grindavík.

Þór og Völsungur leika bæði í Lengjudeildinni. Það eru sjö stig sem skilja liðin að.


Athugasemdir
banner