Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta um Gyökeres: Hans hlutverk að klára færin
Mynd: Arsenal
Mikel Arteta og Andrea Berta hjá Arsenal lögðu mikið púður í að kaupa Viktor Gyökeres úr röðum FC Sporting í gær. Félagaskiptin drógust á langinn en náðu að lokum í gegn.

Þeir voru báðir himinlifandi eftir að Svíinn var tilkynntur sem nýr framherji Arsenal.

„Þetta er frábær leikmaður með svo mikil gæði. Hann er snöggur og kraftmikill framherji með ótrúlega markatölfræði bæði með félagsliðum og landsliði," sagði Arteta þjálfari.

„Hann er maðurinn sem á að klára færin okkar. Hann er alltaf hættulegur innan vítateigs því hann hreyfir sig ótrúlega vel og getur klárað flest færi. Við erum mjög spenntir fyrir að byrja að starfa með Viktor. Við bjóðum hann velkominn í Arsenal fjölskylduna."

Andrea Berta yfirmaður fótboltamála tók í svipaða strengi.

„Þetta er leikmaður sem passar fullkomlega inn í liðið okkar og leikstílinn. Hann er framherji í hæsta gæðaflokki og með mjög sterkt hugarfar.

„Viktor er sterkur, gáfaður og vinnusamur fótboltamaður. Við erum vissir um að hann geti skipt sköpum fyrir okkur í framtíðinni. Velkominn Viktor!"

Athugasemdir
banner
banner