Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   lau 26. júlí 2025 20:15
Alexander Tonini
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Fagnið hjá Ágústi Orra eftir jöfnunarmarkið
Fagnið hjá Ágústi Orra eftir jöfnunarmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var örugglega skemmtilegur leikur til að horfa á eins og oftast þegar við spilum á móti KR. Bæði lið voru með línuna mjög hátt og mikið pláss á bakvið, sem við nýttum okkur en mér fannst við geta nýtt okkur betur", sagði Ágúst Orri Þorsteinsson um fyrsta leikinn á Meistaravöllum í sumar þegar KR fékk Breiðablik í heimsókn.

Ágúst Orri átti flottan leik á vinstri kantinum og nýtti hraða sinn vel og fór ítrekað illa með Ástbjörn Þórðarson bakvörð KR.

„Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn. Ég er fljótur og góður með boltann, það er gott ef ég get gefið liðinu eitthvað öðruvísi"



Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

Leikurinn var mikil skemmtun frá byrjun til enda og bæði lið spiluðu skemmtilegan sóknarbolta sem endaði með 1-1 jafntefli. Bæði lið geta gengið sátt frá borði og jafntefli sanngjörn niðurstaða.

Ágúst Orri skoraði jöfnunarmark gestanna á 58. mínútu þegar hann fékk góða sendingu frá Antoni Loga á vinstri og stakk Ástbjörn af, keyrði inni í teig og negldi boltanum upp í þaknetið með vinstri. Auk þessa fékk hann annað svipaði færi í leiknum.

„Ég á bara að klára þetta, hreinskilið svar. Ég var búinn að kötta inn, Ástbjörn var farinn. Ég var bara einn og já ég á að setja hann í markið. Svona er þetta."

Síðasti leikur liðsins var sennilega ekki skemmtilegast upplifun Blika á tímabilinu þegar liðið tapaði 1-7 á móti Lech Poznan á útivelli og var Ágúst spurður hvort hann viti til þess að leikmenn verða hvíldir fyrir seinna einvígið á Kópavogsvelli?

„Þú verður að spyrja Dóra að því, ég bara hef ekki hugmynd. Við sjáum hvað Dóri gerir."
Athugasemdir
banner