Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   lau 26. júlí 2025 20:15
Alexander Tonini
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Fagnið hjá Ágústi Orra eftir jöfnunarmarkið
Fagnið hjá Ágústi Orra eftir jöfnunarmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var örugglega skemmtilegur leikur til að horfa á eins og oftast þegar við spilum á móti KR. Bæði lið voru með línuna mjög hátt og mikið pláss á bakvið, sem við nýttum okkur en mér fannst við geta nýtt okkur betur", sagði Ágúst Orri Þorsteinsson um fyrsta leikinn á Meistaravöllum í sumar þegar KR fékk Breiðablik í heimsókn.

Ágúst Orri átti flottan leik á vinstri kantinum og nýtti hraða sinn vel og fór ítrekað illa með Ástbjörn Þórðarson bakvörð KR.

„Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn. Ég er fljótur og góður með boltann, það er gott ef ég get gefið liðinu eitthvað öðruvísi"



Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

Leikurinn var mikil skemmtun frá byrjun til enda og bæði lið spiluðu skemmtilegan sóknarbolta sem endaði með 1-1 jafntefli. Bæði lið geta gengið sátt frá borði og jafntefli sanngjörn niðurstaða.

Ágúst Orri skoraði jöfnunarmark gestanna á 58. mínútu þegar hann fékk góða sendingu frá Antoni Loga á vinstri og stakk Ástbjörn af, keyrði inni í teig og negldi boltanum upp í þaknetið með vinstri. Auk þessa fékk hann annað svipaði færi í leiknum.

„Ég á bara að klára þetta, hreinskilið svar. Ég var búinn að kötta inn, Ástbjörn var farinn. Ég var bara einn og já ég á að setja hann í markið. Svona er þetta."

Síðasti leikur liðsins var sennilega ekki skemmtilegast upplifun Blika á tímabilinu þegar liðið tapaði 1-7 á móti Lech Poznan á útivelli og var Ágúst spurður hvort hann viti til þess að leikmenn verða hvíldir fyrir seinna einvígið á Kópavogsvelli?

„Þú verður að spyrja Dóra að því, ég bara hef ekki hugmynd. Við sjáum hvað Dóri gerir."
Athugasemdir
banner
banner