Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   lau 26. júlí 2025 20:15
Alexander Tonini
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Fagnið hjá Ágústi Orra eftir jöfnunarmarkið
Fagnið hjá Ágústi Orra eftir jöfnunarmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var örugglega skemmtilegur leikur til að horfa á eins og oftast þegar við spilum á móti KR. Bæði lið voru með línuna mjög hátt og mikið pláss á bakvið, sem við nýttum okkur en mér fannst við geta nýtt okkur betur", sagði Ágúst Orri Þorsteinsson um fyrsta leikinn á Meistaravöllum í sumar þegar KR fékk Breiðablik í heimsókn.

Ágúst Orri átti flottan leik á vinstri kantinum og nýtti hraða sinn vel og fór ítrekað illa með Ástbjörn Þórðarson bakvörð KR.

„Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn. Ég er fljótur og góður með boltann, það er gott ef ég get gefið liðinu eitthvað öðruvísi"



Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

Leikurinn var mikil skemmtun frá byrjun til enda og bæði lið spiluðu skemmtilegan sóknarbolta sem endaði með 1-1 jafntefli. Bæði lið geta gengið sátt frá borði og jafntefli sanngjörn niðurstaða.

Ágúst Orri skoraði jöfnunarmark gestanna á 58. mínútu þegar hann fékk góða sendingu frá Antoni Loga á vinstri og stakk Ástbjörn af, keyrði inni í teig og negldi boltanum upp í þaknetið með vinstri. Auk þessa fékk hann annað svipaði færi í leiknum.

„Ég á bara að klára þetta, hreinskilið svar. Ég var búinn að kötta inn, Ástbjörn var farinn. Ég var bara einn og já ég á að setja hann í markið. Svona er þetta."

Síðasti leikur liðsins var sennilega ekki skemmtilegast upplifun Blika á tímabilinu þegar liðið tapaði 1-7 á móti Lech Poznan á útivelli og var Ágúst spurður hvort hann viti til þess að leikmenn verða hvíldir fyrir seinna einvígið á Kópavogsvelli?

„Þú verður að spyrja Dóra að því, ég bara hef ekki hugmynd. Við sjáum hvað Dóri gerir."
Athugasemdir