Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 26. júlí 2025 20:15
Alexander Tonini
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Fagnið hjá Ágústi Orra eftir jöfnunarmarkið
Fagnið hjá Ágústi Orra eftir jöfnunarmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var örugglega skemmtilegur leikur til að horfa á eins og oftast þegar við spilum á móti KR. Bæði lið voru með línuna mjög hátt og mikið pláss á bakvið, sem við nýttum okkur en mér fannst við geta nýtt okkur betur", sagði Ágúst Orri Þorsteinsson um fyrsta leikinn á Meistaravöllum í sumar þegar KR fékk Breiðablik í heimsókn.

Ágúst Orri átti flottan leik á vinstri kantinum og nýtti hraða sinn vel og fór ítrekað illa með Ástbjörn Þórðarson bakvörð KR.

„Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn. Ég er fljótur og góður með boltann, það er gott ef ég get gefið liðinu eitthvað öðruvísi"



Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

Leikurinn var mikil skemmtun frá byrjun til enda og bæði lið spiluðu skemmtilegan sóknarbolta sem endaði með 1-1 jafntefli. Bæði lið geta gengið sátt frá borði og jafntefli sanngjörn niðurstaða.

Ágúst Orri skoraði jöfnunarmark gestanna á 58. mínútu þegar hann fékk góða sendingu frá Antoni Loga á vinstri og stakk Ástbjörn af, keyrði inni í teig og negldi boltanum upp í þaknetið með vinstri. Auk þessa fékk hann annað svipaði færi í leiknum.

„Ég á bara að klára þetta, hreinskilið svar. Ég var búinn að kötta inn, Ástbjörn var farinn. Ég var bara einn og já ég á að setja hann í markið. Svona er þetta."

Síðasti leikur liðsins var sennilega ekki skemmtilegast upplifun Blika á tímabilinu þegar liðið tapaði 1-7 á móti Lech Poznan á útivelli og var Ágúst spurður hvort hann viti til þess að leikmenn verða hvíldir fyrir seinna einvígið á Kópavogsvelli?

„Þú verður að spyrja Dóra að því, ég bara hef ekki hugmynd. Við sjáum hvað Dóri gerir."
Athugasemdir
banner
banner