Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   lau 26. júlí 2025 20:15
Alexander Tonini
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Fagnið hjá Ágústi Orra eftir jöfnunarmarkið
Fagnið hjá Ágústi Orra eftir jöfnunarmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var örugglega skemmtilegur leikur til að horfa á eins og oftast þegar við spilum á móti KR. Bæði lið voru með línuna mjög hátt og mikið pláss á bakvið, sem við nýttum okkur en mér fannst við geta nýtt okkur betur", sagði Ágúst Orri Þorsteinsson um fyrsta leikinn á Meistaravöllum í sumar þegar KR fékk Breiðablik í heimsókn.

Ágúst Orri átti flottan leik á vinstri kantinum og nýtti hraða sinn vel og fór ítrekað illa með Ástbjörn Þórðarson bakvörð KR.

„Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn. Ég er fljótur og góður með boltann, það er gott ef ég get gefið liðinu eitthvað öðruvísi"



Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

Leikurinn var mikil skemmtun frá byrjun til enda og bæði lið spiluðu skemmtilegan sóknarbolta sem endaði með 1-1 jafntefli. Bæði lið geta gengið sátt frá borði og jafntefli sanngjörn niðurstaða.

Ágúst Orri skoraði jöfnunarmark gestanna á 58. mínútu þegar hann fékk góða sendingu frá Antoni Loga á vinstri og stakk Ástbjörn af, keyrði inni í teig og negldi boltanum upp í þaknetið með vinstri. Auk þessa fékk hann annað svipaði færi í leiknum.

„Ég á bara að klára þetta, hreinskilið svar. Ég var búinn að kötta inn, Ástbjörn var farinn. Ég var bara einn og já ég á að setja hann í markið. Svona er þetta."

Síðasti leikur liðsins var sennilega ekki skemmtilegast upplifun Blika á tímabilinu þegar liðið tapaði 1-7 á móti Lech Poznan á útivelli og var Ágúst spurður hvort hann viti til þess að leikmenn verða hvíldir fyrir seinna einvígið á Kópavogsvelli?

„Þú verður að spyrja Dóra að því, ég bara hef ekki hugmynd. Við sjáum hvað Dóri gerir."
Athugasemdir
banner
banner