Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
RDP vélin mætt til Inter Miami (Staðfest)
Ellefti Argentínumaðurinn í hóp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn vinnusami Rodrigo De Paul er lentur í Miami og búinn að skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning við Inter Miami.

Hann kemur til Inter á lánssamningi frá Atlético Madrid með kaupmöguleika sem nemur 15 milljónum evra. Þessi kaupmöguleiki verður að kaupskyldu ef ákveðnum markmiðum er mætt, þá yrði De Paul þar með dýrasti leikmaður í sögu Inter og sá þriðji dýrasti í sögu MLS deildarinnar.

De Paul er gríðarlega góður leikmaður sem spilaði 53 leiki með Atlético á síðustu leiktíð. Hann er fastamaður í sterku landsliði Argentínu og er ríkjandi heimsmeistari og Suður-Ameríkumeistari með þjóð sinni.

Hjá Inter hittir hann landsliðsfélaga sinn og góðvin Lionel Messi en núna eru ellefu Argentínumenn í heildina í leikmannahópinum.




Athugasemdir
banner
banner
banner