Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Einbeittir að því að finna nýjan miðvörð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Andoni Iraola þjálfari Bournemouth segir að félagið sé einbeitt að því að finna nýjan miðvörð í sumar.

Bournemouth er búið að missa nokkra lykilmenn úr sínum röðum í sumar og gæti misst fleiri. Þess vegna þarf félagið að versla inn nýja leikmenn.

Milos Kerkez og Dean Huijsen hafa verið seldir fyrir væna fúlgu fjárs og þá gæti Illya Zabarnyi einnig verið á leið burt.

Bournemouth fékk um 90 milljónir punda í kassann fyrir sölurnar og vill 60 milljónir til að selja Zabarnyi.

Félagið er búið að kaupa markvörðinn Djordje Petrovic og vinstri bakvörðinn Adrien Truffert. Þeir eiga að fylla í skörðin fyrir Mark Travers og Kerkez.

„Félagið er að skoða leikmenn fyrir ýmsar stöður en aðal fókusinn er á miðvarðarstöðunni. Við eigum eftir að fylla í skarðið sem myndaðist með sölunni á Dean Huijsen," sagði Iraola.

„Maður veit aldrei hvað gerist á markaðinum en við getum ekkert gert nema einbeitt okkur að þeim leikmönnum sem eru hjá félaginu núna."

Bournemouth hefur meðal annars verið orðað við Yann Bisseck, Marc Guéhi og Josh Acheampong í sumar.
Athugasemdir
banner