Bryan Zaragoza er að yfirgefa Bayern og er á leið til Celta Vigo.
Sky í Þýskalandi greinir frá því að um lánssamning sé að ræða. Celta Vigo þarf hins vegar að kaupa hann fyrir 13 milljónir evra ef hann spilar ákveðið marga leiki og Celta Vigo nær að ljúka tímabiliu í 11. - 13. sæti í spænsku deildinni.
Sky í Þýskalandi greinir frá því að um lánssamning sé að ræða. Celta Vigo þarf hins vegar að kaupa hann fyrir 13 milljónir evra ef hann spilar ákveðið marga leiki og Celta Vigo nær að ljúka tímabiliu í 11. - 13. sæti í spænsku deildinni.
Zaragoza er 23 ára gamall spænskur vængmaður en hann gekk til liðs við Bayern, fyrst á láni í vetrarglugganum í fyrra frá Granada.
Hann kom við sögu í sjö leikjum og gekk síðan alfarið til liðs við Bayern um sumarið en var strax lánaður til Osasuna.
Athugasemdir