Juventus ætlar að halda í tyrkneska ungstirnið Kenan Yildiz sem hefur verið einn af betri leikmönnum liðsins undanfarna mánuði.
Það er mikill áhugi á leikmanninum frá stórveldum víða um Evrópu og er Juventus nú þegar búið að hafna tveimur stórum tilboðum frá ensku úrvalsdeildinni.
Fjölmiðlar segja að annað tilboðanna hafi komið frá heimsmeisturum Chelsea og hljóðað upp á 60 milljónir punda.
Yildiz er tvítugur kantmaður sem er jafnfættur og getur því spilað bæði hægra og vinstra megin, auk þess að geta verið í holunni fyrir aftan fremsta mann. Hann á fjögur ár eftir af samningi sínum við Juve en stórveldið ætlar að hefja viðræður við hann sem fyrst um nýjan samning.
Athugasemdir