Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 18:49
Ívan Guðjón Baldursson
Gyökeres þráir að sanna sig á hæsta gæðastigi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Viktor Gyökeres var kynntur sem nýr leikmaður Arsenal rétt í þessu og er búinn að gefa sitt fyrsta viðtal.

Hann er augljóslega spenntur að vera mættur til Arsenal og segist þrá að sanna gæðin sín á hæsta gæðastigi eftir að hafa raðað inn mörkum í Championship á Englandi og efstu deild í Portúgal á síðustu árum.

Markaframlag Gyökeres hefur verið ótrúlegt en efasemdarraddir segja að hann eigi alveg eftir að sanna sig á stærsta sviðinu.

„Ég get ekki beðið að skora í þessari treyju fyrir framan alla stuðningsmennina. Ég byrjaði ferilinn á Englandi og mér líður eins og ég sé búinn að bæta minn leik umtalsvert síðan þá. Núna líður mér eins og það sé kominn tími til að sanna mig af alvöru, spilandi í hæsta gæðaflokki," sagði Gyökeres meðal annars við undirskriftina.

„Þegar ég var í Sporting þá skoraði ég nokkur mörk í Meistaradeildinni svo mér líður eins og ég geti spilað á þessu hæsta gæðastigi. Ég er heppinn að vera með magnaða liðsfélaga hjá Arsenal sem geta hjálpað mér að skora mörkin."

Gyökeres kom að 67 mörkum í 52 leikjum í öllum keppnum með Sporting á síðustu leiktíð.

Hann er 27 ára gamall og hefur skorað 15 mörk í 26 landsleikjum með Svíþjóð.
Athugasemdir
banner