
Ágústa María Valtýsdóttir mun spila með Haukum út sumarið á lánssamningi frá Val.
Ágústa fékk félagaskiptin í gegn í vikunni og lék sama dag allan leikinn í 4-0 tapi gegn toppliði ÍBV í Lengjudeildinni.
Ágústa María er afar efnileg fótboltastelpa með 16 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hún er fædd 2008 og hefur einu sinni komið við sögu með Val í efstu deild kvenna.
Ágústa skein skært á láni hjá KH í fyrra og var svo lánuð yfir til ÍBV á seinni hluta tímabilsins.
Athugasemdir