„Mér líður pínu eins og við höfum unnið. Vorum undir 1-2 og það leit út eins og Víkingur væri að fara með sigur af hólmi. Svo auðvitað líður okkur eins og við höfum sigrað þegar við jöfnum rúmri mínútu eftir að uppbótartíma var lokið", sagði Simon Tibbling um sína upplifun eftir leik þegar Fram jafnaði með flautumarki í fjörugum leik sem endaði 2-2.
Kennie Chopart jafnaði leikinn á 95. mínútu með aukaspyrnu af 20 metra færi þegar hann virtist nýta sér glufu í varnarvegg Víkinga og leggur hann laglega í nærhornið niðri.
„Ég sá aukaspyrnuna, smá heppnisstimpill kannski þegar boltinn fer á milli varnarveggsins. Litlir hlutir sem féllu með okkur þarna"
Kennie Chopart jafnaði leikinn á 95. mínútu með aukaspyrnu af 20 metra færi þegar hann virtist nýta sér glufu í varnarvegg Víkinga og leggur hann laglega í nærhornið niðri.
„Ég sá aukaspyrnuna, smá heppnisstimpill kannski þegar boltinn fer á milli varnarveggsins. Litlir hlutir sem féllu með okkur þarna"
Lestu um leikinn: Fram 2 - 2 Víkingur R.
Fram jafnaði leikinn rétt fyrir hálfleik 1-1 eftir vandræðagang Róberts Orra sem virtist reyna að snúa af sér þrjá Framara rétt fyrir neðan miðju. Það vildi ekki betur til en að pressan nær til hans og Simon allt einu brunandi í hina áttina. Simon á svo flotta sendingu á Kennie sem rennir honum inn í teig á Jakob sem jafnar.
„Góð pressa hjá Fred og Freysa, þetta er það sem við viljum gera á miðjunni. Við viljum vinna náið saman og í þetta skipti er það ég sem fæ boltann en það gerist eingöngu vegna vinnusemi Freds og Freysa. Fótbolti snýst um að spila eins og lið. Það sem einnkennir liðið okkar er að í pressunni er það ekki endilega sá fyrsti sem vinnur boltann heldur getur það verið sá seinni eða jafnvel sá þriðji eins og í þessu tilfelli"
Víkingar komust hins vegar aftur yfir 2-1 þegar Valdimar Þór fór illa með nokkra framara og á síðan hárnákvæma fyrirgjöf á Atla Þór í jöfnunarmarkinu. Meðal annars fór Valdimar á milli Simons og Sigurjóns áður en hann á fyrirgjöfina.
„Þetta var of auðvelt og við eigum að stoppa hann. Ég held að við höfum báðir ályktað of mikið og héldum að hinn væri að fara að stöðva hann"
Athugasemdir