Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forest undirbýr endurbætt tilboð
Mynd: EPA
Kapphlaupið um svissneska landsliðsmanninn Dan Ndoye er í fullum gangi og ætlar Nottingham Forest að leggja fram nýtt tilboð í leikmanninn á dögunum.

Napoli er með hæsta tilboðið á borðinu sem stendur og er líklegt að Forest jafni það eða bæti með næstu tilraun sinni til að krækja í kantmanninn öfluga.

Ndoye er 24 ára gamall og er talinn frekar vilja skipta yfir í ensku úrvalsdeildina heldur en að halda áfram á Ítalíu. Hann hefur verið algjör lykilmaður í liði Bologna og var öflugur á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði meðal annars sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum.

Síðasta tilboð Forest í leikmanninn hljóðaði upp á 30 milljónir evra í heildina. Talið er að 40 milljónir geti nægt til að sannfæra Bologna um að selja.

Það er liðin rúm vika síðan Ndoye gaf munnlegt samþykki fyrir samningi hjá Forest. Hann er hugsaður sem arftaki fyrir Anthony Elanga.
Athugasemdir
banner