Malick Fofana, leikmaður Lyon í Frakklandi, er ekki nálægt því að ganga í raðir Everton á Englandi en þessu heldur belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri fram í frétt á Yahoo.
Fabrizio Romano sagði frá því í gær að Everton væri í viðræðum við Lyon um kaup á hinum 20 ára gamla Fofana.
Fréttirnar voru heldur óvæntar enda hefur Fofana, sem átti gott tímabil með Lyon á síðustu leiktíð, verið orðaður við stærri félög á borð við Liverpool, Bayern, Napoli og Chelsea.
Fofana hefur ekki enn náð samkomulagi við Everton um kaup og kjör, og virðist leikmaðurinn vera að tefja viðræðurnar.
Hann bíður enn eftir að stærra félag komi inn og er meðvitaður um að þau þurfi að selja leikmenn til þess að búa til pláss fyrir hann.
Vængmaðurinn, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Belgíu í október á síðasta ári, kom að 17 mörkum með Lyon á síðustu leiktíð og var annar markahæstur í Evrópudeildinni með 6 mörk.
Athugasemdir