Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 16:29
Brynjar Ingi Erluson
Gyökeres kynntur í kvöld eða á morgun
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Viktor Gyökeres var rétt í þessu að skrifa undir langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal en það gerði hann eftir að hafa staðist læknisskoðun.

Arsenal hefur verið á eftir Gyökeres í allt sumar og náðist loks samkomulag við Sporting fyrir helgi.

Enska félagið greiðir allt í allt 64 milljónir punda fyrir sænsku markavélina.

Gyökeres, sem er 27 ára gamall, skoraði 97 mörk í 102 leikjum með Sporting á tveimur tímabilum sínum þar.

Hann ferðaðist til Lundúna í gær til að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifaði undir samninginn. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Arsenal mun kynna framherjann í kvöld eða á morgun. Hann verður sjötti leikmaðurinn sem Arsenal fær í glugganum á eftir þeim Martin Zubimendi, Kepa Arrizabalaga, Noni Madueke, Christian Norgaard og Cristhian Mosquera.
Athugasemdir
banner
banner