Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 14. umferðar - Óstimplaða lambakjötið
Lengjudeildin
Jakob Héðinn er leikmaður umferðarinnar.
Jakob Héðinn er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ólafur Örn Ásgeirsson, markvörður HK.
Ólafur Örn Ásgeirsson, markvörður HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Máni Magnússon í ÍR.
Guðjón Máni Magnússon í ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórtándu umferð Lengjudeildarinnar lauk í gær með 4-0 sigri Völsungs gegn Selfossi. Í umferðinni nálguðust HK og Þróttur efsta sætið þar sem toppliðin ÍR og Njarðvík gerðu jafntefli innbyrðis.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Jakob Héðinn Róbertsson í Völsungi var óstöðvandi í 4-0 sigri gegn Selfossi. „Alveg magnaður í dag. Þrenna og var alltaf að ógna. Þvílíkur leikmaður úr Bárðardalnum! Óstimplaða lambakjötið gefur auka kraft," skrifaði í Einar Már Þórólfsson í skýrslu sinni um leikinn.



Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari Völsungs er þjálfari umferðarinnar en Húsvíkingar sitja í sjöunda sæti deildarinnar. Fyrirliðinn Arnar Pálmi Kristjánsson fyrirliði Völsungs er í liði umferðarinnar.

ÍR og Njarðvík, topplið deildarinnar, áttust við í Breiðholti og gerðu 2-2 jafntefli. Guðjón Máni Magnússon var valinn maður leiksins en hann lagði upp mörk Breiðhyltinga. Sigurður Karl Gunnarsson bjargaði tvívegis á línu fyrir ÍR.

HK er í þriðja sætinu og nálgast toppsætið. Ólafur Örn Ásgeirsson var maður leiksins í 1-0 sigri gegn Leikni. Þorsteinn Aron Antonsson er einnig í úrvalsliðinu.

Þróttur vann 2-1 útisigur gegn Grindavík. Hrafn Tómasson, lánsmaður úr KR, var valinn maður leiksins og þá er Hlynur Þórhallsson einnig í liði umferðarinnar.

Vandræði Fylkis halda áfram en liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Fjölni. Emil Ásmundsson skoraði eitt marka Fylkis og var valinn maður leiksins.

Þá gerðu Keflavík og Þór 2-2 jafntefli. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði annað mark Þórs og Muhamed Alghoul lagði upp bæði mörk Keflavíkur. Hann reyndar klúðraði víti í blálokin þar sem hann hefði getað tryggt Keflavík öll stigin.

Fyrri úrvalslið:
13. umferð - Einar Freyr Halldórsson (Þór)
12. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
11. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
2.    Njarðvík 14 7 7 0 33 - 14 +19 28
3.    HK 14 8 3 3 26 - 15 +11 27
4.    Þróttur R. 14 7 4 3 26 - 22 +4 25
5.    Þór 14 7 3 4 32 - 22 +10 24
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 14 5 2 7 24 - 30 -6 17
8.    Grindavík 14 4 2 8 29 - 40 -11 14
9.    Selfoss 14 4 1 9 15 - 29 -14 13
10.    Fylkir 14 2 5 7 19 - 24 -5 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner