KR 1 - 1 Breiðablik
1-0 Matthias Præst ('44)
1-1 Ágúst Orri Þorsteinsson ('58)
1-0 Matthias Præst ('44)
1-1 Ágúst Orri Þorsteinsson ('58)
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 Breiðablik
KR og Breiðablik áttust við í spennandi slag í eina leik dagsins í Bestu deild karla og var staðan markalaus þar til undir lok fyrri hálfleiks.
Bæði lið fengu góð færi til að taka forystuna en það var Matthias Præst sem kom boltanum í netið á 44. mínútu. Hann skoraði af mikilli yfirvegun úr góðu færi eftir frábæran undirbúning frá Jóhannesi Kristni Bjarnasyni.
Bæði lið komu sér í góðar stöður í upphafi síðari hálfleiks en það voru Blikarnir sem skoruðu næsta mark þegar Ágúst Orri Þorsteinsson jafnaði metin á 58. mínútu.
Ágúst gerði mjög vel að skora eftir flotta sendingu innfyrir frá Antoni Loga Lúðvíkssyni, eftir að hafa stungið Ástbjörn Þórðarson af á vinstri vængnum.
KR-ingar vildu fá vítaspyrnu á 77. mínútu þegar boltinn fór í höndina á Valgeiri Valgeirssyni innan vítateigs en ekkert var dæmt.
Heimamenn í KR voru líklegra liðið á lokakaflanum og átti Aron Sigurðarson meðal annars skot í stöng. Fyrirliðinn var afar líflegur í leiknum og óheppinn að skora ekki, svo lokatölur urðu 1-1 eftir frábæran slag í Vesturbænum.
Blikar fara tímabundið upp á topp Bestu deildarinnar, þar sem þeir eru komnir einu stigi uppfyrir Val og Víking R. sem eiga þó leik til góða.
KR sýndi flotta frammistöðu en situr ennþá í fallsæti - með 17 stig eftir 16 umferðir.
Leikurinn fór fram á nýjum Meistaravöllum og mættu rúmlega 3000 áhorfendur.
Athugasemdir