Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 14:29
Brynjar Ingi Erluson
Mikael Neville spilaði í stórsigri - Tap í fyrsta byrjunarliðsleik Elíasar
Mikael Neville spilaði í 6-1 stórsigri Djurgården
Mikael Neville spilaði í 6-1 stórsigri Djurgården
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmir Rafn Mikaelsson og Mikael Neville Anderson fögnuðu góðum sigrum í skandinavíska boltanum í dag.

Mikael Neville var í byrjunarliði Djurgården sem pakkaði níu leikmönnum Häcken saman, 6-1, í sænsku úrvalsdeildinni.

Djurgården fór með fjögurra marka forystu inn í hálfleikinn og bætti við tveimur í þeim síðari, en þar að auki voru tveir leikmenn Häcken reknir af velli. Mikael var skipt af velli þegar stundarfjórðungur var eftir.

Djurgården er í 7. sæti deildarinnar með 25 stig.

Framherjinn Hilmir Rafn var ónotaður varamaður hjá Viking sem vann Bryne, 3-1, á utivelli í norsku úrvalsdeildinni. Viking er með sjö stiga forystu í toppsæti deildarinnar.

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði kínverska liðsins Meizhou Hakka í fyrsta sinn er liðið tapaði fyrir Shandong Taishan, 3-0, á útivelli. Meizhou Hakka er áfram í 14. sæti úrvalsdeildarinnar með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner