Brasilíska stórveldið Flamengo er búið að tilkynna komu hægri bakvarðarins Emerson Royal til félagsins.
Flamengo kaupir Emerson úr röðum AC Milan og á hann að fylla í skarðið fyrir Wesley Franca sem er á leið til AS Roma.
Flamengo borgar um 10 milljónir evra til að kaupa Emerson, sem er 26 ára gamall og hefur spilað 10 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Hann hefur komið víða við á farsælum ferli til þessa, þar sem hann stoppaði meðal annars hjá Barcelona og Tottenham auk AC Milan.
Flamengo er gríðarlega virkt á félagaskiptamarkaðinum í sumar þar sem ýmsir leikmenn liðsins vöktu athygli á HM félagsliða, auk þess sem félagið fékk úthlutað væna fúlgu fjárs fyrir þátttöku sína í mótinu sem getur farið í leikmannakaup.
Flamengo græðir á þessum bakvarðaskiptum þar sem félagið er að fá 25 milljónir evra frá Roma fyrir Wesley.
Welcome to Flamengo, Emerson Royal! Our Black Panther ?????? pic.twitter.com/v6WzrJUCJJ
— Flamengo (@Flamengo_en) July 26, 2025
Athugasemdir