Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   sun 27. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Markalaust án Messi - 16 ára jafnaði gegn Villa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru tveir áhugaverðir leikir fram í nótt þar sem enginn Lionel Messi var í leikmannahópi Inter Miami sem tók á móti FC Cincinnati í MLS deildinni.

Messi var í leikbanni fyrir að hafa neitað að taka þátt í stjörnuleik MLS deildarinnar og tókst Inter ekki að bíta mikið frá sér.

Leikurinn var nokkuð jafn en gamla kempan Luis Suárez náði ekki að setja boltann inn. Sergio Busquets var einnig í byrjunarliðinu en Jordi Alba var utan hóps vegna leikbanns.

Alba er í leikbanni af sömu ástæðu og Messi sem neitaði að bæta stjörnuleiknum við leikjaálagið. Það er mjög þungt álag í MLS deildinni á þessum tímapunkti árs.

Hvorugu liði tókst að skora á 90 mínútum svo niðurstaðan er markalaust jafntefli.

Cincinnati er í öðru sæti austurhluta MLS deildarinnar með 49 stig úr 25 umferðum. Inter er með 42 stig, en þrjá leiki til góða.

Aston Villa spilaði þá æfingaleik við Eintracht Fankfurt sem bauð upp á frábæra skemmtun.

Ollie Watkins tók forystuna snemma leiks fyrir Villa en Elye Wahi var ekki lengi að svara.

Morgan Rogers tók forystuna á ný í upphafi síðari hálfleiks og hélt enska úrvalsdeildarfélagið henni allt þar til á lokakaflanum. Hinn 16 ára gamli Eba Is var þá kominn inn af bekknum til að skora jöfnunarmarkið á 82. mínútu.

Að lokum var það Juanmi Latasa sem gerði eina mark leiksins í sigri hjá Real Vallaolid gegn Colo-Colo frá Síle.

Inter Miami 0 - 0 FC Cincinnati

Frankfurt 2 - 2 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('12)
1-1 Elye Wahi ('20)
1-2 Morgan Rogers ('49)
2-2 Eba Is ('82)

Colo Colo 0 - 1 Real Valladolid
0-1 Juanmi Latasa ('50)
Athugasemdir