Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   sun 27. júlí 2025 22:43
Haraldur Örn Haraldsson
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var erfiður leikur, FH eru með hörku lið," sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals eftir 3-1 sigur gegn FH.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

„Þeir eru með sterkt og stórt lið. Það vantaði líka nokkra menn hjá okkur þannig þetta var bara gríðarlega sterkur sigur hjá okkur. Að ná stjórn á leiknum og skora snemma. Geggjað að ná að vinna leikinn þegar vantar nokkra menn hjá okkur," sagði Adam.

Adam hefur ekki fengið mikið af tækifærum síðan hann kom frá Ítalíu til Vals. Hann byrjaði leikinn í dag og lagði upp eitt mark.

„Ég er alltaf ánægður þegar ég spila, og gaman að hjálpa liðinu. Við erum bara með það gott lið að mínúturnar dreifast. Núna er ég vonandi að fá sénsinn minn og spila nokkra leiki í röð. Ég hef ekki verið að fá marga leiki í röð, það væri gaman að fá nokkra leiki í röð. Ég þarf bara að bíða og vona, annars er ég bara í góðu liði og bíð eftir mínu tækifæri aftur," sagði Adam.

Þrátt fyrir að Adam virðist þolinmóður að bíða eftir sínum tækifærum, er hann samt pirraður á að fá ekki að spila meira.

„Ég myndi ljúga því ef ég myndi ekki segja það, auðvitað er maður pirraður að spila ekki. Ég var að koma úr atvinnumennsku, þá langar manni að koma beint inn í liðið. Ég bara ber virðingu fyrir liðinu, við erum með hörku leikmenn og ég er bara rólegur. Ég er búinn að þroskast, maður þarf að bíða þolinmóður og nýta tækifærin þegar maður fær þau. Mér finnst ég búinn að vera gera það eins og á móti KA, í Evrópuleikjunum og annað. Þannig vonandi heldur þetta bara áfram," sagði Adam.

Valur er núna með tvö stig á toppi deildarinnar eftir að bæði Víkingur og Breiðablik unnu ekki í þessari umferð.

„Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist," sagði Adam og hló. „Efasemdir og ekki efasemdir, við erum alltaf búnir að vera með góðan hóp og núna er þetta bara búið að límast saman. Við erum með góðan liðsanda, það eru allir vinir, og við erum bara allir að róa í sömu átt. Þetta er svo langt frá því að vera búið, við erum bara með tveggja stiga forskot, og þetta er bara næsti leikur í raun og veru. Þrátt fyrir að það er klisja að segja það, og þrátt fyrir að ég hati svona klisjur í viðtölum. Þetta er samt bara staðreynd, ef við vinnum ekki næsta leik þá erum við örugglega búnir að missa toppsætið. Þannig við verðum bara að halda áfram og halda sem flestum heilum. Þá erum við bara í toppmálum," sagði Adam.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir