
Bournemouth neyddist til að selja Huijsen útaf söluákvæði. Zabarnyi er ekki með slíkt ákvæði í sínum samningi.
Franska stórveldið Paris Saint-Germain ætlar að kaupa Illya Zabarnyi úr röðum Bournemouth og er búið að undirbúa nýtt tilboð fyrir miðvörðinn.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu en Bournemouth hefur ekki mikinn áhuga á að selja leikmanninn eftir sölur á Dean Huijsen og Milos Kerkez í sumar.
Fjölmiðlar telja að Bournemouth vilji fá hærri upphæð fyrir Zabarnyi heldur en fékkst fyrir Huijsen, sem fór til Real Madrid fyrir 50 milljónir punda.
Úrvalsdeildarfélagið er sagt vilja fá 60 milljónir í sinn hlut til að selja Zabarnyi, sem er 22 ára gamall og með fjögur ár eftir af samningi.
Zabarnyi mun taka sæti Milan Skriniar í leikmannahópi PSG, þar sem tyrkneska stórveldið Fenerbahce er að reyna að kaupa Slóvakann.
Skriniar hefur gefið munnlegt samþykki fyrir fjögurra ára samningi hjá Fenerbahce og er José Mourinho mjög spenntur að starfa með honum.
Athugasemdir