Portúgalska félagið Sporting var ekkert að tvínóna við hlutina í leit sinni að arftaka sænska framherjans Viktor Gyökeres, en það er Kólumbíumaðurinn Luis Javier Suarez sem kemur frá Almería.
Gyökeres var seldur til Arsenal í gær og sögunni endalausu loks lokið en Sporting hefur unnið á bak við tjöldin að finna framherja í stað hans.
Fabrizio Romano segir að Sporting hafi fundið hann en það er að kaupa Luis Javier Suarez frá Almería fyrir 25 milljónir evra og fær Almería 10 prósent af næstu sölu.
Búið er að skrifa undir alla pappíra og stutt í að hann verði staðfestur hjá félaginu.
Suarez er 27 ára gamall og skoraði 31 mark með Almería á síðustu leiktíð.
Hann á 5 landsleiki að baki með Kólumbíu en ekki enn skorað mark fyrir þjóð sína.
???????? Sporting and Almería have just signed all official documents for Luis Jávier Suárez deal.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 27, 2025
Sporting have their new striker to replace Viktor Gyökeres. ????????? pic.twitter.com/DB5Qx27r59
Athugasemdir