Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 21:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskaði eftir því að spila ekki með Ajax - Vill fara til Chelsea
Mynd: EPA
Jorrel Hato, varnarmaður Ajax, óskaði eftir því að spila ekki með liðinu í Como Cup gegn ítalska liðinu Como í kvöld.

Þessi 19 ára gamli Hollendingur vildi ekki eiga það á hættu að meiðast en hann er mögulega á leið til Chelsea.

Chelsea er í viðræðum við Ajax en félögin eiga langt í land með að komast að samkomulagi.

Chelsea hefur boðið 35 milljónir punda í hann en Ajax vill fá um 52 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner