Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Fulham kaupir franskan markvörð (Staðfest)
Mynd: Fulham
Fulham hefur fest kaup á franska markverðinum Benjamin Lecomte frá Montpellier fyrir 500 þúsund pund og gerir hann tveggja ára samning við Lundúnafélagið.

Lecomte er 34 ára gamall og spilað 329 leiki í efstu deild Frakklands, en hann á að vera Bernd Leno til halds og trausts á næstu tveimur tímabilum.

„Ég er ótrúlega ánægður og stoltur að ganga í raðir Fulham. Þetta er nýtt skref á mínum ferli og verður það mjög notalegt að vera hluti af þessu félagi,“ sagði Lecomte við heimasíðu Fulham.

Frakkinn var áður á mála hjá Lorient og Mónakó ásamt því að hafa farið á láni til Dijon, Atlético Madríd og Espanyol.

Hann á 4 leiki að baki með yngri landsliðum Frakklands, en ekki enn spilað með A-landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið kallaður nokkrum sinnum inn í hópinn.


Athugasemdir