Arsenal er ennþá í samskiptum við umboðsteymi Eberechi Eze þar sem félagið hefur mikinn áhuga á að kaupa leikmanninn frá Crystal Palace.
Arsenal þarf þó að ljúka viðskiptunum seinna í sumar þar sem félagið þarf fyrst að safna pening með því að selja leikmenn.
Nuno Tavares og Marquinhos hafa verið seldir frá félaginu á meðan Thomas Partey, Kieran Tierney, Takehiro Tomiyasu og Jorginho fóru á frjálsri sölu. Lánssamningar Neto og Raheem Sterling enduðu og þá hafa sex nýir leikmenn verið keyptir inn fyrir aðalliðið.
Eze er öflugur og eftirsóttur kantmaður en Arsenal þarf að selja leikmenn á borð við Reiss Nelson, Sambi Lokonga og jafnvel Oleksandr Zinchenko til að fjármagna kaupin. Þá gætu Gabriel Jesus og Leandro Trossard einnig farið.
Nelson er næstur út þar sem Fulham er í viðræðum um kaup á kantmanninum, sem er 25 ára og á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.
Arsenal fer í viðræður við Palace eftir að nokkrir leikmenn verða seldir.
Athugasemdir