Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
banner
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 14. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 13. júlí
fimmtudagur 10. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
EM kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 8. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 7. júlí
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
sunnudagur 6. júlí
EM kvenna
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. júlí
EM kvenna
þriðjudagur 1. júlí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
fimmtudagur 26. júní
Lengjudeild karla
þriðjudagur 24. júní
Lengjudeild kvenna
sunnudagur 27. júlí
Engin úrslit úr leikjum í dag
lau 26.júl 2025 23:00 Mynd: Sunderland
Magazine image

Spáin fyrir enska: 19. sæti

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Nýliðar Sunderland falla ef spáin rætist en þeim er spáð 19. sætinu.

Sunderland er komð aftur upp í ensku úrvalsdeildina.
Sunderland er komð aftur upp í ensku úrvalsdeildina.
Mynd/Sunderland
Regis Le Bris, stjóri Sunderland.
Regis Le Bris, stjóri Sunderland.
Mynd/Sunderland
Daniel Ballard er gríðarlega sterkur miðvörður.
Daniel Ballard er gríðarlega sterkur miðvörður.
Mynd/EPA
Trai Hume á hér tæklingu.
Trai Hume á hér tæklingu.
Mynd/EPA
Habib Diarra var keyptur á metfé.
Habib Diarra var keyptur á metfé.
Mynd/EPA
Simon Adingra er kantmaður með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.
Simon Adingra er kantmaður með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.
Mynd/Sunderland
Jobe Bellingham fór til Dortmund.
Jobe Bellingham fór til Dortmund.
Mynd/Dortmund
Noah Sadiki, hér til hægri, í leik með Union SG á síðasta tímabili.
Noah Sadiki, hér til hægri, í leik með Union SG á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Enzo Le Fee, hér til hægri, gekk alfarið í raðir Sunderland í sumar.
Enzo Le Fee, hér til hægri, gekk alfarið í raðir Sunderland í sumar.
Mynd/EPA
Kantmaðurinn Patrick Roberts hefur leikið með Sunderland undanfarin ár.
Kantmaðurinn Patrick Roberts hefur leikið með Sunderland undanfarin ár.
Mynd/EPA
Bakvörðurinn Reinildo hér í leik með Lille. Hann kemur inn með reynslu í lið Sunderland.
Bakvörðurinn Reinildo hér í leik með Lille. Hann kemur inn með reynslu í lið Sunderland.
Mynd/EPA
Granit Xhaka er leikmaður sem Sunderland vill krækja í, en tekst það?
Granit Xhaka er leikmaður sem Sunderland vill krækja í, en tekst það?
Mynd/EPA
Chemsdine Talbi var keyptur frá Club Brugge.
Chemsdine Talbi var keyptur frá Club Brugge.
Mynd/Sunderland
Stuðningsmenn Sunderland eru með þeim hörðustu.
Stuðningsmenn Sunderland eru með þeim hörðustu.
Mynd/Sunderland
Frá Stadium of Light, heimavelli Sunderland.
Frá Stadium of Light, heimavelli Sunderland.
Mynd/EPA
Sunderland er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir níu ára fjarveru. Fyrstu árin eftir fallið 2016 voru fest á filmu í heimildarþáttunum vinsælu Sunderland 'Til I Die sem einkenndust aðallega af sorg og heimskulegum ákvörðunum hjá skrautlegum eigendum. Sunderland var í C-deild í fjögur ár og þurfti félagið að endurstilla sig alveg til að komast aftur á þennan stað. Leiðin hefur legið upp á við síðustu ár eftir að Frakkinn ungi Kyril Louis-Dreyfus tók við eignarhaldi félagsins.



Endurkoma Sunderland í ensku úrvalsdeildina markar nýtt tímabil vonar fyrir stuðningsmenn liðsins á Wearside eftir mörg erfið ár. Eftir mjög svo dramatískan sigur í umspili Championship-deildarinnar í maí síðastliðnum hefur félagið farið beint í að styrkja hópinn af miklum krafti. Félagið hefur krækt fjölda leikmanna á rúmlega 100 milljónir punda, þar á meðal miðjumennina Enzo Le Fée, Habib Diarra (metkaup frá Strasbourg fyrir 30 milljónir punda) og Noah Sadiki frá Union SG í Belgíu. Einnig hafa þeir bætt við sig vængmanninum Simon Adingra frá Brighton og reyndum bakverði, Reinildo Mandava, sem kom á frjálsri sölu frá Atlético Madrid.

Einnig eru vangaveltur um að Granit Xhaka gangi til liðs við félagið frá Bayer Leverkusen en þýska félagið vill ekki selja. Allt saman eru þetta skýr merki um metnaðinn hjá Sunderland að festa sig aftur í sessi í deild þeirra bestu. Aðalmarkmiðið verður að halda sér uppi, en með möguleika á meiru. Eins og oft áður gætu nýliðar átt í erfiðleikum, en Sunderland virðist betur undirbúið en margir aðrir nýliðar undanfarinna ára. Þetta hefur minnt á það þegar Nottingham Forest kom upp, en Forest hefur haldið sér uppi síðustu ár og komst í Evrópukeppni á síðasta tímabili. Sunderland þarf þó að treysta á að nýju leikmennirnir nái fljótt að aðlagast og að taktísk sýn Le Bris nái fram að ganga. Ef liðið getur nýtt sér stuðninginn magnaða á Stadium of Light og komið sér hratt af stað í deildinni, þá gæti það jafnvel stefnt á að enda um miðja deild en það eru auðvitað draumórar á fyrsta tímabili.

Stjórinn: Sunderland hefur farið í gegnum marga mismunandi stjóra frá því félagið var síðast uppi í úrvalsdeildinni en það var Frakkinn Regis Le Bris sem kom liðinu upp. Hann hefur komið sem ferskur andblær inn í Sunderland og var hann fljótur að setja mark sitt á félagið sem stjóri liðsins. Hann kom frá Lorient í Frakklandi þar sem hann hafði unnið sér inn orðspor að vinna vel með unga leikmenn. Stuðningsmenn Sunderland voru kannski ekki spenntir þegar hann var ráðinn þar sem Lorient hafði fallið úr frönsku úrvalsdeildinni undir hans stjórn. En Le Bris var fljótur að sýna úr hverju hann er gerður og tengdist samfélaginu á sterkan hátt. Hann er gáfaður einstaklingur sem elskar að vinna með ungum leikmönnu.

Leikmannaglugginn: Eins og áður segir þá hefur Sunderland farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar og verslað fyrir meira en 100 milljónir punda. Félagið er ekki hætt á markaðnum og má búast við að fleiri leikmenn gangi inn um dyrnar áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Komnir:
Habib Diarra frá Strasbourg - 30 milljónir punda
Simon Adingra frá Brighton - 21 milljón punda
Enzo Le Fée frá Roma - 20 milljónir punda
Chemsdine Talbi frá Club Brugge - 19,5 milljónir punda
Noah Sadiki frá Union St-Gilloise - 15 milljónir punda
Reinildo Mandava frá Atletico Madrid - Á frjálsri sölu

Farnir:
Jobe Bellingham til Borussia Dortmund - 27 milljónir punda
Tom Watson til Brighton - 10 milljónir punda
Adil Aouchiche til Aberdeen - Á láni

Líklegt byrjunarlið


Þrír lykilmenn:
Daniel Ballard er sterkur miðvörður sem á stóran þátt í því að Sunderland er komið aftur upp. Hann var stórkostlegur undir lok síðasta tímabil og skoraði dramatísk mark í sigri gegn Coventry í undanúrslitum umspilsins. Hann er sterkur í báðum vítateigum og er stríðsmaður í vörn Sunderland.



Trai Hume er sóknarsinnaður bakvörður sem var frábær í Championship-deildinni á síðasta tímabili. Hann gekk til liðs við Sunderland þegar liðið var enn í C-deild og hefur vaxið mikið síðustu ár. Hann skapaði flest færi af öllum leikmönnum Sunderland í fyrra og er óhræddur við að vaða upp völlinn. Ef Sunderland á gott tímabil er ekki ólíklegt að stærri félög fari að sýna honum áhuga.

Habib Diarra varð dýrasti leikmaður í sögu Sunderland þegar félagið borgaði 30 milljónir punda til að kaupa hann frá Strasbourg í Frakklandi. Hann hefur heillað í frönsku úrvalsdeildinni og hann sýndi frábæra takta þegar Senegal vann England í vináttulandsleik fyrr í sumar. Fjölhæfur leikmaður sem hefur verið líkt við Michael Essien sem lék áður með Chelsea.

Fylgist með: Jobe Bellingham er farinn en Chris Rigg er enn leikmaður Sunderland. Rigg er 18 ára gamall miðjumaður sem er framtíðarlandsliðsmaður fyrir Englendinga. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað 72 leiki fyrir aðallið Sunderland og skorað í þeim sjö mörk. Hann getur bæði spilað framarlega á miðjunni og aðeins aftar, en hann sér leikinn afar vel þrátt fyrir ungan aldur. Rigg hefur verið orðaður við stærri félög eins og til dæmis Manchester United en það verður gaman að sjá hann með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni. Það hefði líka verið gaman að sjá Jobe Bellingham í þessu liði en hann ákvað að fara til Dortmund í sumar. Það verður líka gaman að fylgjast með öllum nýju leikmönnunum sem munu setja mark sitt á þetta lið.

Besta og versta mögulega niðurstaða: Besta niðurstaðan fyrir Sunderland er sú að liðið endi í kringum miðja deild og nái á næstu árum að festa sig aftur í sessi sem lið í ensku úrvalsdeildinni. Versta niðurstaðan er sú að nýju leikmennirnir nái ekki að aðlagast nógu fljótt og allt fari í vaskinn - liðið fari beint aftur niður.

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir