Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Valsmenn einir á toppnum - Dramatík á Lambhagavelli
Patrick Pedersen jafnaði markametið í kvöld
Patrick Pedersen jafnaði markametið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kenni Chopart skoraði dramatískt jöfnunarmark
Kenni Chopart skoraði dramatískt jöfnunarmark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur endurheimti toppsætið í kvöld með sigri á FH á Hlíðarenda.

Eftir tíu mínútna leik komst Patrick Pedersen í gott færi og skoraði örugglega og kom Val yfir. Þetta var 131. mark hans í efstu deild og hefur hann því jafnað markamet Tryggva Guðmundssonar.

Frederik Schram kom Valsmönnum til bjargar í tvígang í fyrri hálfleiknum og sá til þess að þeir voru með forystuna í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleik þurfti Patrick Pedersen að fara af velli vegna meiðsla og var því orðið ljóst að hann myndi ekki bæta markametið í kvöld. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom inn í hans stað.

Frederik átti stórkostlegan leik en hann varði tvisvar í röð frá Ísak Óla og stuttu síðar skoraði Lúkas Logi Heimisson annað mark Vals.

Tryggvi Hrafn bætti þriðja marki Vals við stuttu síðar eftir sendingu frá Adam Ægi Pálssyni. Sigurður Bjartur Hallsson klóraði í bakkann fyrir FH.

Nær komust FH-ingar ekki og Valur fór með sigur af hólmi.

Valur er með 33 stig á toppnum en FH er í 8. sæti með 18 stig. Það var dramatík á Lambhagavelli þar sem Fram fékk Víking í heimsókn

Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir eftir hálftíma leik þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Helga Guðjónssyni. Þvert gegn gangi leiksins tókst Jakob Byström að jafna metin fyrir Fram undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu fyrir markið frá Kennie Chopart.

Atli Þór Jónasson kom inn á sem varamaður fyrir Nikolaj Hansen á 68. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði hann og kom Víkingum yfir.

Í blálokin fékk Fram aukaspyrnu. Chopart gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr henni og tryggði Fram jafntefli.

Víkingur er í 2. sæti með 31 stig, jafn mörg stig og Breiðablik og tveimur stigum á eftir Val en Fram er í 4. sæti með 24 stig.

Valur 3 - 1 FH
1-0 Patrick Pedersen ('10 )
2-0 Lúkas Logi Heimisson ('59 )
3-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('67 )
3-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('71 )
Lestu um leikinn

Fram 2 - 2 Víkingur R.
0-1 Nikolaj Andreas Hansen ('29 )
1-1 Jakob Byström ('41 )
1-2 Atli Þór Jónasson ('71 )
2-2 Kennie Knak Chopart ('95 )
Lestu um leikinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 16 10 3 3 42 - 21 +21 33
2.    Víkingur R. 16 9 4 3 29 - 18 +11 31
3.    Breiðablik 16 9 4 3 28 - 21 +7 31
4.    Fram 16 7 3 6 25 - 21 +4 24
5.    Vestri 16 7 1 8 15 - 14 +1 22
6.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 16 5 3 8 26 - 23 +3 18
9.    ÍBV 16 5 3 8 14 - 23 -9 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 16 4 5 7 36 - 38 -2 17
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner