Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   sun 27. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM kvenna í dag - England og Spánn mætast aftur í úrslitaleik
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Mynd: EPA
England og Spánn eigast við í úrslitaleik Evrópumótsins í dag og er þetta í annað sinn á þremur árum sem liðin mætast í mikilvægum úrslitaleik.

Síðast hafði Spánn betur í úrslitaleik HM þegar liðin mættust þar í ágúst 2023. Þjóðirnar mættust svo aftur í Þjóðadeildinni í ár og unnu sitthvorn heimaleikinn með eins marks mun.

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir úrslitaleikinn en bæði England og Spánn þurftu að hafa mikið fyrir því að komast í úrslitin.

Englendingar rétt mörðu Ítali eftir að hafa verið undir stærsta hluta leiksins á meðan Spánverjar þurftu vítaspyrnukeppni til að senda Þjóðverja heim.

England er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur gegn Þýskalandi í úrslitaleiknum 2022.

Spánn hefur þó farið með auðveldari hætti í gegnum andstæðinga sína hingað til, að undanskildum þeim þýsku. Spánn rúllaði yfir riðilinn sinn og lenti ekki í miklum vandræðum með heimakonur í Sviss áður en farið var í vítakeppni gegn tíu Þjóðverjum.

Til samanburðar tapaði England opnunarleik sínum gegn Frakklandi og þurfti svo vítaspyrnukeppni gegn Svíþjóð eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Þær ensku voru svo gríðarlega nálægt því að vera slegnar út af Ítalíu en tókst að jafna seint í uppbótartíma og sigra svo á lokamínútum framlengingarinnar.

Leikið er á St. Jakob-Park í Basel.

Leikur dagsins
16:00 England - Spánn
Athugasemdir
banner