Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   sun 27. júlí 2025 22:59
Alexander Tonini
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Rúnar Kristinsson þjálfari fram hefði þurft sólgleraugu í kvöld
Rúnar Kristinsson þjálfari fram hefði þurft sólgleraugu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábært að fá stig úr því sem komið var. Stálum kannski þessu eina stigi en ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því og mér finnst við eiga það inni. Víkingar eiga það ekki skilið, en stundum er maður heppinn í þessu lífi en stundum er maður óheppinn. Við nýttum bara okkar séns í dag og skoruðum gott mark á seinustu sekúndu", sagði Rúnar Kristinsson beint eftir leik þegar Fram tókst að jafna með síðustu spyrnu leiksins.

Víkingur var betri aðilinn hér í kvöld og komust tvívegis yfir en Framarar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og gáfust aldrei upp. Það var ekki nema 4 mínútum bætt við þennan leik en markið kom rúmlega mínútu eftir það. Kennie Chopart skoraði beint úr aukaspyrnu með sannkölluðu flautumarki þegar hann nýtti sér gat í varnarveggnum og setti hann laglega í nærhornið niðri.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Víkingur R.

Fyrsta mark Víkinga kom úr föstu leikatriði þegar Nikolaj Hansen var einn og yfirgefinn inni í teig nær fríum skalla sem hann hamraði í bláhornið. Seinna mark Víkinga var með svipuðu móti en ekki úr föstu leikatriði en mörkin eiga það sameiginlegt að Atli Þór Jónasson fékk einnig frían skalla sem hann nýtti sér vel.

Viktor Freyr Sigurðsson átti stórleik í marki Framara og hélt þeim inni í leiknum rétt svo að liði næði að jafna. Rúnar sparaði ekki stóru orðin til að lýsa frammistöðu Viktors Freys í kvöld.

„Svo skorar Víkingur úr hornspyrnu, sem þeir eru mjög sterkir í. Ekki í fyrsta skipti í sumar sem þeir opna leikinn með marki úr föstu leikatriði. Þeir eru bestir í því. Eftir það taka þeir öll völd en Viktor (markvörður) bjargar okkur trekk í trekk"

Framarar lögðu allt í sölurnar til að jafna leikinn á síðustu mínútum leiksins og hafði Rúnar þetta að segja um þann kafla:

„Við tókum bara alla sénsa í heimi, lyftum liðinu upp og reyndum að pressa en það er ekki auðvelt. Þetta var smá eins og í hokkí svona Power Play"

Athugasemdir
banner