Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Jashari hafnar úrvalsdeildarfélögum
Mynd: EPA
Hinn 22 ára gamli Ardon Jashari er ekki í leikmannahópi Club Brugge fyrir komandi æfingaleik liðsins.

Það er vegna mikils áhuga á honum frá stórliðum utan landsteinanna.

Úrvalsdeildarfélög hafa reynt að semja við Jashari í allt sumar en án árangurs, leikmaðurinn er staðráðinn í því að skipta til AC Milan frekar.

Hann hafnaði tveimur úrvalsdeildarfélögum í nýliðinni viku og kýs frekar að flytja til Ítalíu. Þau eru talin vera West Ham og Nottingham Forest, þó að Fulham hafi einnig verið nefnt til sögunnar.

   12.07.2025 07:40
Hafnar ensku úrvalsdeildinni fyrir AC Milan

Athugasemdir