Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 23:35
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Wilson með tvennu gegn Forest
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Síðustu æfingaleikjum dagsins er flestum lokið og má sjá helstu úrslit og markaskorara hér fyrir neðan.

Fulham og Nottingham Forest áttust við í eina úrvalsdeildarliðaslagnum og fór Harry Wilson á kostum. Hann skoraði tvennu í fyrri hálfleik áður en Andreas Pereira innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik.

Chris Wood minnkaði muninn fyrir Forest svo lokatölur urðu 3-1. Morgan Gibbs-White kom inn af bekknum og skrifaði svo undir nýjan samning við félagið.

Tyrknesku stórveldin Galatasaray og Fenerbahce mættu bæði til leiks, þar sem Baris Alper Yilmaz skoraði tvennu er Galatasaray lagði Strasbourg að velli.

Lærisveinar José Mourinho í liði Fenerbahce töpuðu gegn Benfica. Þar skoraði Kerem Aktürkoglu fyrsta mark leiksins gegn sínum fyrrum liðsfélögum.

Benfica vann 3-2 eftir spennandi rimmu. Youssef En-Nesyri jafnaði metin í síðari hálfleik en Portúgalirnir skoruðu sigurmark á 81. mínútu. Henrique Araújo skoraði eftir undirbúning frá hinum 37 ára gamla Nicolás Otamendi.

Marseille hafði betur gegn Girona í leik þar sem Mason Greenwood tók forystuna með marki af vítapunktinum. Amine Gouiri tvöfaldaði svo forystu Marseille í síðari hálfleik svo lokatölur urðu 2-0.

Roberto De Zerbi er með sterkan leikmannahóp hjá Marseille og er félagið að vinna hörðum höndum að því að bæta enn fleiri og sterkari leikmönnum við sig.

Auston Trusty gerði þá jöfnunarmark Celtic snemma í síðari hálfleik í 1-1 jafntefli gegn stórveldinu Al-Ahli frá Sádi-Arabíu, eftir að Galeno hafði tekið forystuna í fyrri hálfleiknum.

Ivan Toney, Riyad Mahrez, Franck Kessié, Merih Demiral, Roger Ibanez og Edouard Mendy voru allir í byrjunarliði Al-Ahli ásamt Galeno en þeim tókst ekki að leggja Skotlandsmeistarana af velli.

Að lokum var Mattéo Guendouzi hetjan þegar Lazio lenti í miklu basli gegn Avellino. Guendouzi skoraði sigurmarkið á 91. mínútu eftir markalausa viðureign fram að því.

Fulham 3 - 1 Nottingham Forest
1-0 Harry Wilson ('16)
2-0 Harry Wilson ('20)
3-0 Andreas Pereira ('58)
3-1 Chris Wood ('75)

Galatasaray 3 - 1 Strasbourg
1-0 Roland Sallai ('5)
2-0 Baris Alper Yilmaz ('50)
3-0 Baris Alper Yilmaz ('69)
3-1 Milos Lukovic ('81)

Benfica 3 - 2 Fenerbahce
1-0 Kerem Akturkoglu ('37)
2-0 Archie Brown ('42, sjálfsmark)
2-1 Irfan Kahveci ('45)
2-2 Youssef En-Nesyri ('60)
3-2 Henrique Araujo ('81)

Marseille 2 - 0 Girona
1-0 Mason Greenwood ('35, víti)
2-0 Amine Gouiri ('62)

Al-Ahli 1 - 1 Celtic
1-0 Galeno ('23)
1-1 Auston Trusty ('50)

Avellino 0 - 1 Lazio
0-1 Matteo Guendouzi ('91)
Athugasemdir
banner