Stuðningsmenn Liverpool hafa eflaust orðið varir við að liðið er enn að spila í treyjum síðasta tímabils, en þeir geta tekið gleði sína næstu helgi er nýja treyjusafnið verður opinberað.
Liverpool mun spila undir merkjum þýska íþróttavöruframleiðandans Adidas næstu árin eftir að samkomulag náðist í mars á þessu ári en enska félagið mun þéna um 60 milljónir punda á ári frá framleiðandanum.
Þetta verður í þriðja sinn sem Liverpool spilar undir merkjum Adidas en það gerði það einnig frá 1985 til 1996 og síðan aftur frá 2006 til 2012.
Síðustu ár hefur Liverpool spilað í Nike-treyjum og í raun er liðið enn að spila í treyju síðasta tímabils, en samningur Liverpool við Nike rennur ekki út fyrr en um mánaðamótin og neyðist því enska félagið til að leika undir merkjum bandaríska framleiðandans í einum leik í viðbót.
Það má því vænta þess að Liverpool muni opinbera nýja treyjusafnið næstu helgi en það hefur þegar verið lekið útliti þeirra í fjölmiðlum.
Fyrsti leikur Liverpool í Adidas-treyjunni verður gegn Athletic Bilbao á Anfield þann 4. ágúst sem verður síðasti leikur liðsins á undirbúningstímabilinu.
Our new kit from Adidas is here. Looks great. What do you think mates? pic.twitter.com/RNKWjkCdYY
— Liverpool FC Transfer News ???????????? (@Keri23LFC) July 19, 2025
Athugasemdir