Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 15:59
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Hákonar á leið til PSG - Tekur hann sæti Donnarumma?
Mynd: EPA
Lucas Chevalier, markvörður Lille í Frakklandi, er að ganga í raðir Frakklands- og Evrópumeistara Paris Saint-Germain. L'Equipe og Fabrizio Romano greina frá.

Chevalier er 23 ára gamall og uppalinn hjá Lille en hann hefur verið fastamarkvörður liðsins síðustu þrjú tímabil. Hákon Arnar Haraldsson, varafyrirliði íslenska landsliðsins, er á mála hjá Lille og verið liðsfélagi Chevalier síðustu tvö tímabil.

L'Equipe segir að PSG sé í viðræðum við Lille um kaup á honum en talið er að verðmiðinn sé í kringum 40 milljónir evra.

Chevalier hefur þegar samþykkt að ganga í raðir PSG, en hann mun líklega taka sæti Gianluigi Donnaruma sem er orðaður við Galatasaray, Manchester City og Manchester United.

Donnarumma, sem var ótrúlega mikilvægur í árangri PSG á síðustu leiktíð hefur ekki enn náð samkomulagi við félagið um framlengingu á samningi sínum, en núgildandi samningur rennur út eftir tímabilið og vill PSG ekki missa hann frítt á næsta ári.

PSG vildi því tryggja það að það sé með góðan markvörð fyrir næstu leiktíð en Chevalier var valinn besti markvörður frönsku deildarinnar á síðasta tímabili og auðvitað valinn í lið ársins.

Hann á 13 landsleiki að baki með yngri landsliðum Frakklands og var í hópnum hjá A-landsliðinu sem hafnaði í 3. sæti Þjóðadeildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner