Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   lau 26. júlí 2025 20:29
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR og Breiðablik mættust á nýjum Meistaravöllum í dag og endað leikurinn með 1-1 jafntefli í mjög skemmtilegum fótboltaleik. Fótbolti.net náði tala á Óskari Hrafn Þorvaldssyni, þjálfara KR eftir leik í Vesturbænum.

„Gaman að taka þátt í þessum leik, auðvitað gríðarleg stemming og fullt af fólki á vellinum og held ég bara heilt yfir gríðarlega skemmtilegur leikur, mjög taktískur auðvitað og ég held aða jafntefli sé bara mjög sanngjörn niðurstaða en 2-2 eða 3-3 hefði verið næri lagi svona miðavið stöðurnar og færin, kannski meira stöðurnar, færri dauðafæri en ég er náttúrulega bara vonsvikin að vinna ekki."


Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Ég er sammála, hann var kaflaskiptur, Ég hafði smá áhggjur af þessu fyrstu 10 mínúturnar, mér fannst þér rosalega orkumiklir en eftir það fannst mér við jafna okkur og alveg matcha þá í orkustigi og mikið jafnræði held ég bara út fyrri hálfleikinn."

„Seinni hálfleikurinn fannst mér við gera vel framað markinu og hefði vilja halda því momenti aðeins lengur gangandi og reyna herja á þá og skora annað en svo í lokin er þetta skrítinn leikur, bæði liðin eingöngu að sækja sigurmark og ég er enþá með Viktor Örn nánast sem fremsta mann, hafsentinn minn og við vorum útum allt en þegar við unnum boltann og náðum að koma boltanum út til vinstri fannst mér við komast í ótrúlega góðar stöður til að búa til færi og dauðafæri og ég hefði vilja klárað þetta hérna í lokin."


Framundan hjá Breiðablik er Evrópuverkefni gegn Lech Poznan þar sem möguleikin á að komast áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu er enginn. Ætlaru að hvíla og rótera eitthvað liðinu fyrir þann leik?

„Við erum alltaf að rótera,við gerum alltaf breytingar á milli leikja og þessvegna erum við með hópinn sem við erum með og það verða breytgingar já en við erum ekkert að fara tanka þeim leik. Ég átta mig á því að við erum ekki að fara vinna Lech Poznan 7-0 og það er ekki þannig sem við leggjum upp leikinn en það er mikill lærdómur sem við getum tekið og við berum virðingu fyrir svona liði að koma á Kópavogsvöll og við þurfum alvöru frammistöðu og alvöru lið, það er alveg klárt."



Athugasemdir