Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   lau 26. júlí 2025 20:29
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR og Breiðablik mættust á nýjum Meistaravöllum í dag og endað leikurinn með 1-1 jafntefli í mjög skemmtilegum fótboltaleik. Fótbolti.net náði tala á Óskari Hrafn Þorvaldssyni, þjálfara KR eftir leik í Vesturbænum.

„Gaman að taka þátt í þessum leik, auðvitað gríðarleg stemming og fullt af fólki á vellinum og held ég bara heilt yfir gríðarlega skemmtilegur leikur, mjög taktískur auðvitað og ég held aða jafntefli sé bara mjög sanngjörn niðurstaða en 2-2 eða 3-3 hefði verið næri lagi svona miðavið stöðurnar og færin, kannski meira stöðurnar, færri dauðafæri en ég er náttúrulega bara vonsvikin að vinna ekki."


Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Ég er sammála, hann var kaflaskiptur, Ég hafði smá áhggjur af þessu fyrstu 10 mínúturnar, mér fannst þér rosalega orkumiklir en eftir það fannst mér við jafna okkur og alveg matcha þá í orkustigi og mikið jafnræði held ég bara út fyrri hálfleikinn."

„Seinni hálfleikurinn fannst mér við gera vel framað markinu og hefði vilja halda því momenti aðeins lengur gangandi og reyna herja á þá og skora annað en svo í lokin er þetta skrítinn leikur, bæði liðin eingöngu að sækja sigurmark og ég er enþá með Viktor Örn nánast sem fremsta mann, hafsentinn minn og við vorum útum allt en þegar við unnum boltann og náðum að koma boltanum út til vinstri fannst mér við komast í ótrúlega góðar stöður til að búa til færi og dauðafæri og ég hefði vilja klárað þetta hérna í lokin."


Framundan hjá Breiðablik er Evrópuverkefni gegn Lech Poznan þar sem möguleikin á að komast áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu er enginn. Ætlaru að hvíla og rótera eitthvað liðinu fyrir þann leik?

„Við erum alltaf að rótera,við gerum alltaf breytingar á milli leikja og þessvegna erum við með hópinn sem við erum með og það verða breytgingar já en við erum ekkert að fara tanka þeim leik. Ég átta mig á því að við erum ekki að fara vinna Lech Poznan 7-0 og það er ekki þannig sem við leggjum upp leikinn en það er mikill lærdómur sem við getum tekið og við berum virðingu fyrir svona liði að koma á Kópavogsvöll og við þurfum alvöru frammistöðu og alvöru lið, það er alveg klárt."



Athugasemdir
banner