Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segja að Trafford muni kosta yfir 30 milljónir
Mynd: Burnley
The Athletic greinir frá því að James Trafford verður dýrasti breski markvörður sögunnar ef hann skiptir aftur til Manchester City í sumar.

Trafford, sem er aðalmarkvörður U21 landsliðs Englendinga, er spenntur fyrir að leika fyrir uppeldisfélagið sitt. Hann var hjá Man City í átta ár áður en hann skipti yfir til Burnley og vann sér fljótlega inn sæti sem aðalmarkvörður liðsins.

Til að verða dýrasti enski markvörður sögunnar, eins og kemur fram í frétt frá Athletic, þarf Man City að greiða rúmlega 30 milljónir punda fyrir. Eins og staðan er í dag eru Jordan Pickford og Aaron Ramsdale dýrustu ensku markverðir sögunnar.

Everton borgaði um 30 milljónir punda til að kaupa Pickford úr röðum Sunderland 2017 og er talið að Arsenal hafi greitt mjög svipaða upphæð fyrir Aaron Ramsdale fjórum árum síðar.

Newcastle reyndi einnig að kaupa Trafford í sumar en sú tilraun bar ekki árangur.
Athugasemdir
banner