Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 10. október 2020 12:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hans Viktor framlengir við Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn hafa tryggt sér krafta fyrirliða síns, Hans Viktors Guðmundssonar, næstu árin.

Hans er buinn að framlengja núgildandi samning sinn og gildir framlengingin út tímabilið 2022.

Hans er 24 ára og getur bæði leikið á miðjunni sem og í miðverði. Í sumar hefur Hans tekið þátt í öllum átján leikjum Fjölnis. Fjölnir er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og leikur að öllum líkindum í næstefstu deild á næsta tímabili.

Á sínum tíma lék Hans tólf U21 landsleiki og skoraði hann eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner