Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2020 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rashford fékk MBE-orðuna frá drottningunni
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn og framherji Manchester United, Marcus Rashford, fékk í gær MBE-orðuna á afmælisdegi Elísabetar Bretlandsdrottningar. Rashford er verðlaunaður fyrir sína baráttu sem fólst í að tryggja fæðuöryggi barna á tímum heimsfaraldursins.

„Ég er stoltur og auðmjúkur yfir þessari viðurkenningu. Sem ungur þeldökkur maður frá Wythenshawe bjóst ég aldrei við því að fá MBE og hvað þá 22 ára gamall," sagði Rashford í yfirlýsingu eftir að hafa fengið viðurkenninguna.

Rashford fékk stjórnvöld á Englandi til að sjá ljósið í stefnumálum á þessum fordæmalausu tímum og fékk þau til að hjálpa fátækum börnum. Fátæk börn fengu því mat á skólatíma þrátt fyrir að skólastarf lægi niður.

Rashford þakkaði móður sinni sérstaklega fyrir í kveðju á Instagram.
Athugasemdir
banner