Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. október 2021 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Busquets æfur yfir sigurmarki Frakka: Þetta gengur ekki upp
Sergio Busquets eltir Kylian Mbappe í leiknum
Sergio Busquets eltir Kylian Mbappe í leiknum
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Sergio Busquets var vonsvikinn eftir 2-1 tap Spánverja gegn Frökkum í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar í kvöld en hann var ósáttur með að mark Kylian Mbappe hafi fengið að standa.

Mbappe kom Frökkum í 2-1 á 80. mínútu. Theo Hernandez átti sendingu inn fyrir á Mbappe sem lék á Unai Simon áður en hann ákvað að renna boltanum í netið.

Mbappe virtist í rangstöðu þegar sendingin kom frá Theo en Eric Garcia reyndi að komast inn í sendinguna og taka á móti boltanum.

Það var metið sem svo að Garcia væri að spila boltanum og Mbappe því ekki rangstæður en Busquets skildi ekkert í þeirri ákvörðun.

„Fyrir okkur sem vorum á vellinum þá leit annað markið út fyrir að vera rangstaða. Dómarinn sagði okkur að þar sem Eric reyndi að spila boltanum þá hafi Mbappe ekki verið rangstæður en það gengur ekki upp. Hann reyndi að taka á móti boltanum. Eric spilaði honum ekki og var ekki með stjórn á honum," sagði Busquets við El Chiringuito eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner