Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 10. desember 2019 11:18
Elvar Geir Magnússon
Guðjón Þórðarson fundaði með færeyska sambandinu
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Baldur Smári Ólafsson
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Guðjón Þórðarson fundað með færeyska knattspyrnusambandinu sem leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara.

Christian F. Andreasen, forseti færeyska knattspyrnusambandsins, sagði í viðtali við FM1 í Færeyjum að stefnan sé sett á að ráða nýjan landsliðsþjálfara fyrri hluta janúarmánaðar.

Hann segir að starfið sé eftirsóknarvert, margir hafi sýnt því áhuga en nú sé búið að skera niður og að telja mætti á annarri hendi hversu margir væru eftir á blaði.

Guðjón, sem stýrði NSÍ í færeysku deildinni á þessu ári, er einn þeirra. Guðjón er hættur hjá NSÍ.

Guðjón, sem er 64 ára, þarf ekki að kynna fyrir íslenskum fótboltaáhugamönnum. Hann náði frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Íslands á sínum tíma og er fyrrum stjóri Stoke.

Sjá einnig:
Jens Martin vill að Guðjón taki við færeyska landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner