
Frakkland mun spila gegn Marokkó í undanúrslitunum á HM eftir sigur á Englandi í mögnuðum leik.
England fékk tækifæri til að jafna úr vítaspyrnu seint í leiknum eftir að brotið hafði verið á Mason Mount innan teigs.
Harry Kane fór á punktinn en setti boltann hátt yfir markið.
Þetta gladdi Frakka mjög mikið en Kylian Mbappe, helsta stjarna Frakklands, gat ekki falið það hversu ánægður hann var að sjá boltann fara yfir markið. Hann var rosalega ánægður með það og brosti sínu breiðasta.
Hér fyrir neðan má sjá mynd sem var tekin af Mbappe þegar boltinn fór yfir markið.
Mbappe's reaction to Harry Kane's miss: pic.twitter.com/KEwSJNPfZA
— ESPN FC (@ESPNFC) December 10, 2022
Athugasemdir